Það er miður dagur í Arequipa, glampandi sól og það er verið að skjóta upp flugeldum. Ég held a.m.k. að þetta eru flugeldar, því þeir hljóma þannig, trúi vart að það sé verið að sprengja eitthvað annað hérna í nágrenninu.
Mér tókst að vakna í morgun og koma mér á lappir, en eftir því sem leið á morguninn, þá fór svimi og óstöðugleiki á fótum að gera vart við sig. Læknirinn, sem ég var með að sinna sjúklingunum, skipaði mér að drekka saltdrykki og taka Bismutol, afar bleikt og þykkfljótandi magameðal, sem ég og gerði, en er kominn í bælið, því vart vænlegt til árangurs að ráfa um óstöðugur. Vona bara að þetta verði allt liðið hjá þegar barnalæknarnir koma aftur í næstu viku, því þeir eru í fríi þessa vikuna. Það er soldið skrítið að vera á barnaspítala, þar sem ekki eru barnalæknar, en svona er þetta víst hérna...
Í gærkvöldi fór rafmagnið tvisvar af Arequipa borg og í morgun voru enn hverfi án rafmagns. Sem betur fer er neyðarrafstöð hérna á spítlanum, sem tók við sér eftir 40 sekúndur, þannig að spítalinn sjálfur var í lagi. Það virðist þó ekki allt hafa verið í lagi, því villtu hundarnir hérna fyrir utan geltu eins og brjálaðir og viðvörunarbjöllur eða sírenur voru vælandi úti um allt.
Hvað öllu líður, þá virðist sem að ég hafi tekið eitthvað með mér heim frá Machu Picchu eða Cusco, sem ekki er að gera mér mjög gott. Ég get bara vonað að þessum meltingarhamförum fari að linna þannig að ég geti haldið áfram að læra einhverja læknisfræði hérna í Perú.
Thursday, February 27, 2014
Wednesday, February 26, 2014
Mig langar heim
Það er soldið skrýtið að hugsa til þess að þau skipti, sem ég skrifa eitthvað, eru einmitt þau skipti þegar tilfinningar þurfa að vera deildar með öðrum. Ég hef tekið eftir þessu á samfélagsmiðlum, að yfirleitt þegar fólk er að skrifa, þá er það vegna tilfinninga, sem það er að upplifa; og yfirleitt er það gleði, en það geta líka verið neikvæðari, s.s. reiði eða vanlíðan. Í þetta skipti sem ég skrifa, þá er það fyrst og fremst magapína sem gefur mér tíma og ástæðu til þess að skrifa loksins aftur.
Í öll þau skipti, sem ég hef verið að heiman, þá hefur mér sjaldan langað heim, því ég hef alltaf verið í burtu af fyrirfram gefinni ástæðu, sem ég hef ákveðið sjálfur að vel ígrunduðu tilefni.
Ég man þegar ég fór til München í byrjun september 2003, þá aðeins 17 ára gamall, að mér leið ekki alltaf vel í byrjun og alveg fram á vormánuði, þar sem mér leið ekki nógu vel, en ég hafði tekið ákvörðun um að vera ár í burtu, ég ætlaði að læra þýsku og ég ætlaði að þrauka, hvað sem á dundi. Ég hafði markmið og ég fór eftir því, alveg þangað til ég átti að fara heim, en þá hafði ég lært þýsku svo vel og lifað mig svo vel inn í samfélagið í München, að ég vildi vart snúa aftur til Íslands.
Ferðalögin, sem ég hef farið í eftir skiptinemadvölina í Þýslandi, hafa einnig verið þess eðlis að ég hef viljað fara í þau og hef notið þeirra og sjaldan saknað Íslands, eða langað heim (þó sakna ég alltaf vatnsins og fersks fisks, enda ekki mörg lönd, sem státa af slíkum gæðum).
Eftir 2. ár læknisfræðinnar, þá voru fjölmargar ástæður fyrir því að ég fór burt í ár, en sérstaklega mikill námsleiði og vilji minn til að læra frönsku og spænsku. Ég hafði það markmið að geta talað þessi 2 tungumál, og þegar því markmiði var náð og ég var búinn að vera á flakki (þó ekki stanslausu) í 8 mánuði, þá var ég nokkurn veginn tilbúinn að snúa aftur til Íslands, enda búinn að uppfylla markmiðin, Heimleiðin var þó 3 mánuðir, en á meðan á þeim stóð ferðaðist ég víða, hitti marga, lærði mikið, bætti tungumálin og heimsótti bernskuslóðir. Ég snéri því heim ánægður og heilmikilli reynslu ríkari.
Eftir Evrópureisuna 2009/2010 þá hef ég ekki verið jafnlengi (og hvað þá jafnlangt í burtu) frá Íslandi fyrr en nú. Fyrst 7 vikur í Guatemala og nú rúmlega 2 vikur í Perú. Þetta er búinn að vera magnaður tími og ég búinn að sjá og læra ótrúlegustu hluti. Gvatemala var eitt stórt, afar öðruvísi, ævintýri, sem ég hefði ekki vilja missa af, og hingað til hefur Perú verið nokkuð magnað, sérstaklega ferðalagið til Cusco og Machu Picchu um nýliðna helgi. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar, en það er hið endalausa meltingarvesen, sem hefur skyggt á dvöl mína í hinni latnesku Ameríku.
Á öllum mínum ferðalögum um Evrópu, þá hefur maginn á mér verið nokkurn veginn í lagi, ef undanskildir eru nokkrir dagar á Interrai-ferðalaginu 2006. Hins vegar hefur magapest verið nánast vikulegur viðburður síðan eftir s.l. jól. Núna á 3. vikunni minni hér í Perú, þá er ég rúmliggjandi í annað skiptið með ástand sem ég kalla gullfoss (já, ekkert stórt "G", því ekki er að ræða sérnafn), með tilheyrandi kviðkvölum, flökurleika, svima og slappleika. Hvað þetta er veit enginn, en ég er búinn að komast að því að meltingarfæri mín hafa hlotinn mikinn skaða á s.l. 2 mánuðum, eða þá að pöddurnar í matnum hér sé einstaklega vel við íslenskt blóð. Þetta er ástæðan fyrir titli þessa pistils, því eftir að hafa tekið allan andskotann af lyfjum, þá virðist ég ekki ætla að fá bót meina minna, þannig að ekki bara er meltingarvegurinn í rugli, heldur er þetta farið að naga sál mína líka. Það er a.m.k. einstaklega pirrandi að hver magaflensan elti aðra, þrátt fyrir að fara varlega hvað viðkemur mat og drykk.
Þótt mig langi heim í augnablikinu, þaðan sem ég skrifa þetta, þá er það ekki inni í myndinni. Ég setti mér það markmið að vera þessa 3 valtímabilsmánuði mína í Mið- og S-Ameríku, til þess að læra meiri spænsku, læra meiri læknisfræði og jafnframt sjá meira af heiminum. Ég vissi alltaf að ég myndi fá í magann; ég bara vissi ekki að það myndi vera svona langvarandi og draga jafnmikinn kraft úr mér og raun ber vitni. Ég get þó sagt að ég hef lært ansi mikið hvernig á að meðhöndla matareitranir, magakveisur, uppköst og niðurgang, sníkjudýr og flest það sem viðkemur því að vera með sýktan meltingarveg í framandi löndum. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að sjá eitthvert gagn eða jákvæðni í því :-)
Það er þó alveg víst að ég verð feginn að komast aftur á Klakann, geta drukkið vatn úr krana aftur, fengið ferskan og öruggan mat, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að allt sem ég borða gæti valdið mér skaða, og vonandi þurfa ekki að taka meiri meltingarfærameðöl.
Í öll þau skipti, sem ég hef verið að heiman, þá hefur mér sjaldan langað heim, því ég hef alltaf verið í burtu af fyrirfram gefinni ástæðu, sem ég hef ákveðið sjálfur að vel ígrunduðu tilefni.
Ég man þegar ég fór til München í byrjun september 2003, þá aðeins 17 ára gamall, að mér leið ekki alltaf vel í byrjun og alveg fram á vormánuði, þar sem mér leið ekki nógu vel, en ég hafði tekið ákvörðun um að vera ár í burtu, ég ætlaði að læra þýsku og ég ætlaði að þrauka, hvað sem á dundi. Ég hafði markmið og ég fór eftir því, alveg þangað til ég átti að fara heim, en þá hafði ég lært þýsku svo vel og lifað mig svo vel inn í samfélagið í München, að ég vildi vart snúa aftur til Íslands.
Ferðalögin, sem ég hef farið í eftir skiptinemadvölina í Þýslandi, hafa einnig verið þess eðlis að ég hef viljað fara í þau og hef notið þeirra og sjaldan saknað Íslands, eða langað heim (þó sakna ég alltaf vatnsins og fersks fisks, enda ekki mörg lönd, sem státa af slíkum gæðum).
Eftir 2. ár læknisfræðinnar, þá voru fjölmargar ástæður fyrir því að ég fór burt í ár, en sérstaklega mikill námsleiði og vilji minn til að læra frönsku og spænsku. Ég hafði það markmið að geta talað þessi 2 tungumál, og þegar því markmiði var náð og ég var búinn að vera á flakki (þó ekki stanslausu) í 8 mánuði, þá var ég nokkurn veginn tilbúinn að snúa aftur til Íslands, enda búinn að uppfylla markmiðin, Heimleiðin var þó 3 mánuðir, en á meðan á þeim stóð ferðaðist ég víða, hitti marga, lærði mikið, bætti tungumálin og heimsótti bernskuslóðir. Ég snéri því heim ánægður og heilmikilli reynslu ríkari.
Eftir Evrópureisuna 2009/2010 þá hef ég ekki verið jafnlengi (og hvað þá jafnlangt í burtu) frá Íslandi fyrr en nú. Fyrst 7 vikur í Guatemala og nú rúmlega 2 vikur í Perú. Þetta er búinn að vera magnaður tími og ég búinn að sjá og læra ótrúlegustu hluti. Gvatemala var eitt stórt, afar öðruvísi, ævintýri, sem ég hefði ekki vilja missa af, og hingað til hefur Perú verið nokkuð magnað, sérstaklega ferðalagið til Cusco og Machu Picchu um nýliðna helgi. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar, en það er hið endalausa meltingarvesen, sem hefur skyggt á dvöl mína í hinni latnesku Ameríku.
Á öllum mínum ferðalögum um Evrópu, þá hefur maginn á mér verið nokkurn veginn í lagi, ef undanskildir eru nokkrir dagar á Interrai-ferðalaginu 2006. Hins vegar hefur magapest verið nánast vikulegur viðburður síðan eftir s.l. jól. Núna á 3. vikunni minni hér í Perú, þá er ég rúmliggjandi í annað skiptið með ástand sem ég kalla gullfoss (já, ekkert stórt "G", því ekki er að ræða sérnafn), með tilheyrandi kviðkvölum, flökurleika, svima og slappleika. Hvað þetta er veit enginn, en ég er búinn að komast að því að meltingarfæri mín hafa hlotinn mikinn skaða á s.l. 2 mánuðum, eða þá að pöddurnar í matnum hér sé einstaklega vel við íslenskt blóð. Þetta er ástæðan fyrir titli þessa pistils, því eftir að hafa tekið allan andskotann af lyfjum, þá virðist ég ekki ætla að fá bót meina minna, þannig að ekki bara er meltingarvegurinn í rugli, heldur er þetta farið að naga sál mína líka. Það er a.m.k. einstaklega pirrandi að hver magaflensan elti aðra, þrátt fyrir að fara varlega hvað viðkemur mat og drykk.
Þótt mig langi heim í augnablikinu, þaðan sem ég skrifa þetta, þá er það ekki inni í myndinni. Ég setti mér það markmið að vera þessa 3 valtímabilsmánuði mína í Mið- og S-Ameríku, til þess að læra meiri spænsku, læra meiri læknisfræði og jafnframt sjá meira af heiminum. Ég vissi alltaf að ég myndi fá í magann; ég bara vissi ekki að það myndi vera svona langvarandi og draga jafnmikinn kraft úr mér og raun ber vitni. Ég get þó sagt að ég hef lært ansi mikið hvernig á að meðhöndla matareitranir, magakveisur, uppköst og niðurgang, sníkjudýr og flest það sem viðkemur því að vera með sýktan meltingarveg í framandi löndum. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að sjá eitthvert gagn eða jákvæðni í því :-)
Það er þó alveg víst að ég verð feginn að komast aftur á Klakann, geta drukkið vatn úr krana aftur, fengið ferskan og öruggan mat, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að allt sem ég borða gæti valdið mér skaða, og vonandi þurfa ekki að taka meiri meltingarfærameðöl.
Sunday, February 2, 2014
Litlu hlutirnir í lífinu; það eru þeir stóru!
Titillinn kann að hljóma eins og klisja, en mér er alveg sama. Fyrir mér eru þetta nánast heilög sannindi. Það hefur stundum verið sagt við mig, að það þurfi ekki mikið til að gleðja mig, og að vissu leiti er það satt, því ég gleðst mest, hlæ mest, og brosi mest yfir einföldum hlutum, einhverju litlu, hversdagslegu, sem þó hefur djúpstæð áhrif á mig þannig ég kætist svo um munar. Í kvöld gerðist eitt slíkt atvik, þegar mér færð lítil en einstaklega falleg og hugulsöm gjöf.
Dagurinn í dag er búinn að vera sérlega góður. Hann byrjaði með því að ég vaknaði við læti frammi á gangi, sem er allt í lagi, því stuttu síðar var haldið í morgunverð á sérlega skemmtilegum stað inni í Guatemalaborg. Ég var ekkert sérlega þreyttur, þrátt fyrir að við félagarnir fórum í útskriftarteiti læknanema í gærkvöldi, þar sem ég gat loks svalað dansþorstanum, sem hefur verið mikill upp á síðkastið. Það var mjög gaman að sjá hvernig gvatemalskir læknanemar skemmta sér, en í rauninni er ekki mikill munur á því og hvar annars staðar. Það voru í boði áfengir drykkir, hávær tónlist, og það var dansað, spjallað, drukkið, osfrv. Þrátt fyrir að við höfum komið heldur seint heim í gærkvöldi, þá
var lítið um erfiðleika við að vakna.
Við fórum ásamt fjölskyldunni (amman, afinn, frændinn og frænkan eru alltaf með) á mjög skemmilegan veitingastað/kaffihús, sem var ansi evrópskur, þrátt fyrir að vera Gvatemala morgunverði og mexíkanska morgunverði á boðstólnum. Eftir að hafa snætt vel, þá varð ég skoða úrvalið í bakaríinu/búðinni, sem er hluti af þessum veitingastað, og það var eins og að koma inn í evrópskt bakarí, enda mikið af vörum alls staðar að úr Evrópu og í bakarísborðinu voru kökur og kex að frönskum hætti. Ég réð ekki við mig og varð að kaupa sætindi til að hafa í desert seinna um daginn; sem var mjög góður leikur.
Heima fyrir borðuðum við svo hádegismat uppúr kl. 16. Það er mjög eðlileg í Gvatemala að hádegismaturinn sé borðaður soldið eftir hádegi, en um helgar teygir þetta sig fram á kaffitíma, en í staðinn er enginn kvöldmatur. Það var grillað í dag, bæði einfalt og marinerað nautakjöt, og með því var heimatilbúið salsa og guacamole. Með þessu var drukkið chileskt carmenére, fyrst einfalt carmenére og svo annað þroskaðra. Þetta var hin dásamlegasta máltíð, sem við borðuðum í bakgarðinum undir tjaldhimni, en það sem stóð uppúr var seinna vínið, sem ég keypti hér fyrir mánuði og hef verið að bíða eftir. Vel þroskað carmenére eru vín, sem ekki fæst mikið af á Íslandi, og sennilega ekki mikið utan latnesku Ameríku, en eru algerlega þess virði að hafa með góðri máltíð (sérstaklega kjöti), enda fellur kryddið og hið mikla berjabragð sérlega vel við rautt kjöt. Eftir að hafa notið kjötsins, þ.á.m. "adobado", sem er sérstakur, eldrauður kryddlögur, sem hér er notaður og er sérlega ljúffengur, þá var komið að kaffi og kökunum, sem keyptar voru í morgun. Allar voru þær einstaklega ljúffengar og settu punktinn yfir i-ið. Ég var einkar sáttur við þetta allt saman, og eftir allan matinn þá fóru ég, Gabriel og fjölskylda að skoða myndir, frá því við vorum saman í Bayern. Þetta var virkilega gaman og fyndið að sjá hvað við höfum í raun lítið breyst, fyrir utan skeggin okkar.
Þetta var því sérlega góður dagur, góður endir á góðri helgi, eftir langa og erfiða viku, og ég fór því að taka mig til fyrir morgundaginn og vaktina fram á þarnæsta dag. Koma þá ekki Gabriel og kærasta með svolitla gjöf handa mér. Ég vissi nokkurn veginn hvað þetta var, því ég vissi að kærastan var að sauma eitthvað fyrir mig, en ekki hafi ég hugmynd um að það yrði innrammað og búið að skrifa, eða réttara sagt sauma, lítil en afar falleg skilaboð inn í mynda, auk þess sem þau römmuðu það inn líka! Ég er nú með rammann við hlið mér, með þessum jú einstaklega fallega útsaumi og einföldum og skýrum skilaboðum, sem fylgja myndinni. Ég brosi enn, þar sem ég sit og skrifa þessa færslu, og mun ég reyna að finna þessum ramma sérstakan stað á framtíðarheimili mínu. Þessi gjöf er í sjálfu sér lítil og einföld, en hugurinn sem fylgir henni er þannig að ég get ekki annað en brosað hringinn og þakkað mínum sæla fyrir að þekkja svona yndislegt fólk.
Dagurinn í dag er búinn að vera sérlega góður. Hann byrjaði með því að ég vaknaði við læti frammi á gangi, sem er allt í lagi, því stuttu síðar var haldið í morgunverð á sérlega skemmtilegum stað inni í Guatemalaborg. Ég var ekkert sérlega þreyttur, þrátt fyrir að við félagarnir fórum í útskriftarteiti læknanema í gærkvöldi, þar sem ég gat loks svalað dansþorstanum, sem hefur verið mikill upp á síðkastið. Það var mjög gaman að sjá hvernig gvatemalskir læknanemar skemmta sér, en í rauninni er ekki mikill munur á því og hvar annars staðar. Það voru í boði áfengir drykkir, hávær tónlist, og það var dansað, spjallað, drukkið, osfrv. Þrátt fyrir að við höfum komið heldur seint heim í gærkvöldi, þá
var lítið um erfiðleika við að vakna.
Við fórum ásamt fjölskyldunni (amman, afinn, frændinn og frænkan eru alltaf með) á mjög skemmilegan veitingastað/kaffihús, sem var ansi evrópskur, þrátt fyrir að vera Gvatemala morgunverði og mexíkanska morgunverði á boðstólnum. Eftir að hafa snætt vel, þá varð ég skoða úrvalið í bakaríinu/búðinni, sem er hluti af þessum veitingastað, og það var eins og að koma inn í evrópskt bakarí, enda mikið af vörum alls staðar að úr Evrópu og í bakarísborðinu voru kökur og kex að frönskum hætti. Ég réð ekki við mig og varð að kaupa sætindi til að hafa í desert seinna um daginn; sem var mjög góður leikur.
Heima fyrir borðuðum við svo hádegismat uppúr kl. 16. Það er mjög eðlileg í Gvatemala að hádegismaturinn sé borðaður soldið eftir hádegi, en um helgar teygir þetta sig fram á kaffitíma, en í staðinn er enginn kvöldmatur. Það var grillað í dag, bæði einfalt og marinerað nautakjöt, og með því var heimatilbúið salsa og guacamole. Með þessu var drukkið chileskt carmenére, fyrst einfalt carmenére og svo annað þroskaðra. Þetta var hin dásamlegasta máltíð, sem við borðuðum í bakgarðinum undir tjaldhimni, en það sem stóð uppúr var seinna vínið, sem ég keypti hér fyrir mánuði og hef verið að bíða eftir. Vel þroskað carmenére eru vín, sem ekki fæst mikið af á Íslandi, og sennilega ekki mikið utan latnesku Ameríku, en eru algerlega þess virði að hafa með góðri máltíð (sérstaklega kjöti), enda fellur kryddið og hið mikla berjabragð sérlega vel við rautt kjöt. Eftir að hafa notið kjötsins, þ.á.m. "adobado", sem er sérstakur, eldrauður kryddlögur, sem hér er notaður og er sérlega ljúffengur, þá var komið að kaffi og kökunum, sem keyptar voru í morgun. Allar voru þær einstaklega ljúffengar og settu punktinn yfir i-ið. Ég var einkar sáttur við þetta allt saman, og eftir allan matinn þá fóru ég, Gabriel og fjölskylda að skoða myndir, frá því við vorum saman í Bayern. Þetta var virkilega gaman og fyndið að sjá hvað við höfum í raun lítið breyst, fyrir utan skeggin okkar.
Þetta var því sérlega góður dagur, góður endir á góðri helgi, eftir langa og erfiða viku, og ég fór því að taka mig til fyrir morgundaginn og vaktina fram á þarnæsta dag. Koma þá ekki Gabriel og kærasta með svolitla gjöf handa mér. Ég vissi nokkurn veginn hvað þetta var, því ég vissi að kærastan var að sauma eitthvað fyrir mig, en ekki hafi ég hugmynd um að það yrði innrammað og búið að skrifa, eða réttara sagt sauma, lítil en afar falleg skilaboð inn í mynda, auk þess sem þau römmuðu það inn líka! Ég er nú með rammann við hlið mér, með þessum jú einstaklega fallega útsaumi og einföldum og skýrum skilaboðum, sem fylgja myndinni. Ég brosi enn, þar sem ég sit og skrifa þessa færslu, og mun ég reyna að finna þessum ramma sérstakan stað á framtíðarheimili mínu. Þessi gjöf er í sjálfu sér lítil og einföld, en hugurinn sem fylgir henni er þannig að ég get ekki annað en brosað hringinn og þakkað mínum sæla fyrir að þekkja svona yndislegt fólk.
Tuesday, January 14, 2014
Skiptinemi á ný
Núna árið 2014 er ég staddur í Guatemala á heimili vinar míns, sem ég kynntist í Þýskalandi, nánar tiltekið í Bæjaralandi (Bayern), árið 2004. Ég hef ætlað að koma hingað alveg frá því að við kvöddumst á lestarstöðinni í München sumarið 2004 og fyrir nýliðin jól varð heimsókn til hans loksins að veruleika.
Um leið og ég er í heimsókn hér, er ég líka að sinna námi á Roosevelt spítalanum, sem er nokkuð líkt því og þegar ég var skiptinemi í München skólaárið 2003/2004, nema það var menntaskóli. Það er þó margt líkt með dvölinni núna og dvölinni þá: Ég bý hjá nýrri fjölskyldu, ég tala ekki málið almennilega, þekki nánast engan, skil ekki almennilega þegar fólk talar, veit ekki hverjar hefðir og venjur eru, þekki ekki óskrifaðar reglur, er ókunnugur matar- og drykkjarvenjum og svona mætti lengi telja. Ég er því nokkurn veginn að upplifa það upp á nýtt að vera skiptinemi, auk þess sem að ansi margt frá Þýskalandsdvölinni rifjast óhjákvæmilega upp.
Þegar ég var í München, þá sendi ég nokkur fréttabréf með tölvupósti til þeirra sem ég þekkti og höfði þá aðgang að veraldarvefnum (sem voru ekki allir eins og í dag). Þá vissi ég heldur ekki hvað blogg var, líkt og ég er að gera núna, auk þess sem ég hafði ekki alltaf aðgang að tölvu, þannig því miður urðu þessi fréttabréf bara nokkur og náðu ekki nema fram að áramótunum 2003/2004. Eftir það var ég kominn svo vel inn í málið, inn í samfélagið, inn í skólalífið, hafði eignast vini og var farinn að þekkja inn á hluti, þannig að ég var í raun of upptekinn við að upplifa lífið, að ég gaf mér ekki tíma til að skrifa um það. Dagbókin mín var þá stafræna myndavélin, sú fyrsta sem ég eignaðist, og rifjast ýmislegt upp þegar ég skoða myndirnar með vini mínum hér í Guatemala.
Eitt af því sem skiptinemum er kennt í undirbúningnum fyrir brottför, er að hlutirnir eru öðruvísi í öðrum löndum, þeir eru ekki endilegar verri eða betri en við þekkjum, hlutirnir eru ekkert endilega skrýtnir, þótt okkur kunni að virðast það, einfaldlega öðruvísi. Þetta er lexía, sem ég hef þurft að rifja ansi vandlega upp hérna, enda er ég búinn að búa á nokkrum stöðum í Evrópu, ferðast um alla Evrópu, sem og vera á spítölum í Evrópu, og lífið hefur hvergi slegið mig jafn hressilega utanundir og hér. Ég veit vart hvar ég á að byrja, en staðreyndir er einfaldlega sú að ég er búinn að fá nokkur kúltúr sjokk, sem ég hef kosið að íslenska sem "menningarlost", síðan ég kom hingað. Lífið hér er einfaldlega gjörólíkt því sem ég og langflestir, sem þetta lesa, eiga að venjast.
Nákvæmlega hvað er öðruvísi og hvernig er erfitt að setja niður á blað, en ég mun reyna að fara skipulega í það í komandi færslum, og um leið bera saman hvernig hlutirnir eru hér, hvernig á Íslandi og líka hvernig ég upplifiði svipaða hluti í Bæjaralandi, þegar ég var þar fyrir 10 árum. Því þótt Þýskaland sé ekki eins langt frá Íslandi og Guatemala, þá er samt ansi margt, sem er ansi öðruvísi þar líka.
Bara að taka sem dæmi, þá hef ég hvergi séð eins mikið af gaddavír í kringum hús, bara venjuleg íbúðarhús, og hér. Hvergi hef ég séð jafn mikið af þungum vopnum og hér, þ.e. haglabyssur og hríðskotabyssur við alla banka, mörg apótek, margar verslanir, í verslanamiðstöðum og m.a.s. á spítölum. Aðra eins umferð og hér hef ég ekki upplifað, nema kannski í Istanbúl, en það var fólk á tveimur jafnfljótum, hér er varla ferðast öðruvísi en á bílum og bifhjólum og lítið um almenningssamgöngur. Og svo er það fátæktin. Ég hef einu sinni áður séð jafn svakalegan mun á þeim sem eiga peninga, og þeir sem eiga ekkert, og það var í Moskvu, Rússlandi. Fátæktin hér er gífurleg og greinileg. Það er augljóst hverjir eiga peninga og hverjir ekki. Stéttaskiptingin er síðan í samræmi við þetta. Þetta hefur fengið á mig og hef ég líka nú þegar upplifað að koma inn á fátæk heimili, sem eru ekki einu sinni fátæk á mælikvarðanum hér, og m.v. hvernig hlutirnir voru á þessum heimilum, þá vil ég helst ekki vita hvernig hin virkilega fátæku líta út.
Þessi stéttaskipting og bil fátækra og ríka hefur fengið nokkuð á mig og er þetta mjög augljóst á Roosevelt spítalanum. Þangað fara þeir sem ekki eiga peninga, og er öll þjónusta ókeypis; -en þrátt fyrir að vera ókeypis, þá fylgir því ákveðinn kostnaður: Fórnarkostnaður. Í hverju hann felst held ég að hægt sé að súmmera upp í gæði þjónustunnar, þ.e.a.s. þjónustan er veit af fjársveltu kerfi og er því langt frá því sem við eigum að venjast í Evrópu. Fæstir Íslendingar myndu getað hugsað sér að fara á bráðamóttöku hér, nema þá á einkaspítala. Það er því oft ansi átaklegt það sem gengur á, og er ég bara búinn að vera hér í 2 vikur!
Á morgun er önnur vaktin mín, þannig ég verð að fara að sofa, 30klst framundan á morgun. Ef ég mögulega get, þá ætla ég að taka fyrir einhvern vel valinn samanburð seinna í vikunni, t.d. fólkið, matinn, húsnæði, veður, menningu, eða eitthvað slíkt. Af nógu er að taka, enda kominn tími til að ég setji allar pælingarnar niður á blað, eða tölvu, enda fáir hérna sem ég get tjáð mig almennilega við (sem er einmitt eitt af þeim fjölmörgu einkennum þess að vera skiptinemi).
Um leið og ég er í heimsókn hér, er ég líka að sinna námi á Roosevelt spítalanum, sem er nokkuð líkt því og þegar ég var skiptinemi í München skólaárið 2003/2004, nema það var menntaskóli. Það er þó margt líkt með dvölinni núna og dvölinni þá: Ég bý hjá nýrri fjölskyldu, ég tala ekki málið almennilega, þekki nánast engan, skil ekki almennilega þegar fólk talar, veit ekki hverjar hefðir og venjur eru, þekki ekki óskrifaðar reglur, er ókunnugur matar- og drykkjarvenjum og svona mætti lengi telja. Ég er því nokkurn veginn að upplifa það upp á nýtt að vera skiptinemi, auk þess sem að ansi margt frá Þýskalandsdvölinni rifjast óhjákvæmilega upp.
Þegar ég var í München, þá sendi ég nokkur fréttabréf með tölvupósti til þeirra sem ég þekkti og höfði þá aðgang að veraldarvefnum (sem voru ekki allir eins og í dag). Þá vissi ég heldur ekki hvað blogg var, líkt og ég er að gera núna, auk þess sem ég hafði ekki alltaf aðgang að tölvu, þannig því miður urðu þessi fréttabréf bara nokkur og náðu ekki nema fram að áramótunum 2003/2004. Eftir það var ég kominn svo vel inn í málið, inn í samfélagið, inn í skólalífið, hafði eignast vini og var farinn að þekkja inn á hluti, þannig að ég var í raun of upptekinn við að upplifa lífið, að ég gaf mér ekki tíma til að skrifa um það. Dagbókin mín var þá stafræna myndavélin, sú fyrsta sem ég eignaðist, og rifjast ýmislegt upp þegar ég skoða myndirnar með vini mínum hér í Guatemala.
Eitt af því sem skiptinemum er kennt í undirbúningnum fyrir brottför, er að hlutirnir eru öðruvísi í öðrum löndum, þeir eru ekki endilegar verri eða betri en við þekkjum, hlutirnir eru ekkert endilega skrýtnir, þótt okkur kunni að virðast það, einfaldlega öðruvísi. Þetta er lexía, sem ég hef þurft að rifja ansi vandlega upp hérna, enda er ég búinn að búa á nokkrum stöðum í Evrópu, ferðast um alla Evrópu, sem og vera á spítölum í Evrópu, og lífið hefur hvergi slegið mig jafn hressilega utanundir og hér. Ég veit vart hvar ég á að byrja, en staðreyndir er einfaldlega sú að ég er búinn að fá nokkur kúltúr sjokk, sem ég hef kosið að íslenska sem "menningarlost", síðan ég kom hingað. Lífið hér er einfaldlega gjörólíkt því sem ég og langflestir, sem þetta lesa, eiga að venjast.
Nákvæmlega hvað er öðruvísi og hvernig er erfitt að setja niður á blað, en ég mun reyna að fara skipulega í það í komandi færslum, og um leið bera saman hvernig hlutirnir eru hér, hvernig á Íslandi og líka hvernig ég upplifiði svipaða hluti í Bæjaralandi, þegar ég var þar fyrir 10 árum. Því þótt Þýskaland sé ekki eins langt frá Íslandi og Guatemala, þá er samt ansi margt, sem er ansi öðruvísi þar líka.
Bara að taka sem dæmi, þá hef ég hvergi séð eins mikið af gaddavír í kringum hús, bara venjuleg íbúðarhús, og hér. Hvergi hef ég séð jafn mikið af þungum vopnum og hér, þ.e. haglabyssur og hríðskotabyssur við alla banka, mörg apótek, margar verslanir, í verslanamiðstöðum og m.a.s. á spítölum. Aðra eins umferð og hér hef ég ekki upplifað, nema kannski í Istanbúl, en það var fólk á tveimur jafnfljótum, hér er varla ferðast öðruvísi en á bílum og bifhjólum og lítið um almenningssamgöngur. Og svo er það fátæktin. Ég hef einu sinni áður séð jafn svakalegan mun á þeim sem eiga peninga, og þeir sem eiga ekkert, og það var í Moskvu, Rússlandi. Fátæktin hér er gífurleg og greinileg. Það er augljóst hverjir eiga peninga og hverjir ekki. Stéttaskiptingin er síðan í samræmi við þetta. Þetta hefur fengið á mig og hef ég líka nú þegar upplifað að koma inn á fátæk heimili, sem eru ekki einu sinni fátæk á mælikvarðanum hér, og m.v. hvernig hlutirnir voru á þessum heimilum, þá vil ég helst ekki vita hvernig hin virkilega fátæku líta út.
Þessi stéttaskipting og bil fátækra og ríka hefur fengið nokkuð á mig og er þetta mjög augljóst á Roosevelt spítalanum. Þangað fara þeir sem ekki eiga peninga, og er öll þjónusta ókeypis; -en þrátt fyrir að vera ókeypis, þá fylgir því ákveðinn kostnaður: Fórnarkostnaður. Í hverju hann felst held ég að hægt sé að súmmera upp í gæði þjónustunnar, þ.e.a.s. þjónustan er veit af fjársveltu kerfi og er því langt frá því sem við eigum að venjast í Evrópu. Fæstir Íslendingar myndu getað hugsað sér að fara á bráðamóttöku hér, nema þá á einkaspítala. Það er því oft ansi átaklegt það sem gengur á, og er ég bara búinn að vera hér í 2 vikur!
Á morgun er önnur vaktin mín, þannig ég verð að fara að sofa, 30klst framundan á morgun. Ef ég mögulega get, þá ætla ég að taka fyrir einhvern vel valinn samanburð seinna í vikunni, t.d. fólkið, matinn, húsnæði, veður, menningu, eða eitthvað slíkt. Af nógu er að taka, enda kominn tími til að ég setji allar pælingarnar niður á blað, eða tölvu, enda fáir hérna sem ég get tjáð mig almennilega við (sem er einmitt eitt af þeim fjölmörgu einkennum þess að vera skiptinemi).
Monday, January 13, 2014
Spítalinn og Ræktin
Í dag var líklega besti dagurinn hingað til á Roosevelt spítalanum hér í Guatemala, en í dag var einmitt dagurinn sem ég snéri mér að svæfingunni, frekar en aðgerðinni. Ég mætti snemma og byrjaði á því að aðstoða með gallblöðrutöku kl. 07:30. Mjög snemmt sem sagt. Síðan voru ekkert nema gallblöðrur og í rauninni langaði mig að gera eitthvað annað, þannig ég vatt mér að svæfingalæknunum, sem voru boðnir og búnir að sýna mér og leyfa mér að anda fyrir sjúklingana og barkaþræða, sem ég og gerði. Það var frábært að fá aftur að vera hinum megin við "gardínuna", þ.e. ekki skurðmegin, þótt vissulega sé auðvelt að fylgjast með yfir tjaldið, sem er afar lágt í þessum aðgerðum.
Síðan kom yfirlæknirinn og vildi fá mig með í aðgerðina, þannig þriðja barkaþræðingin varð að bíða, en í staðinn þá leyfði hann mér að gera ýmislegt í aðgerðinni og var að útskýra og kenna mér og sérnámslækninum, sem var með, þannig það var gott.
Eftir þá aðgerð ákvað ég að staldra við og beið inni á vöknun og fór yfir sjúkraskrár, sem allar eru handskrifaðar, og var að kynna mér sögu þeirra sem höfðu verið í aðgerðum. Ræddi einnig við hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana, sem fóru í fyrsta skipti að spyrja hvaðan ég væri, hvað ég væri að gera hér og ýmislegt fleira um mig og Ísland, eitthvað sem þær hafa ekki gert hingað til.
Það er soldið síðan ég gerði mér grein fyrir því að Ísland væri lítið peð á alþjóðavettvangi, en hérna í latnesku Ameríku, þá er það undantekning ef fólk veit hvar Ísland er. Flestir sérfræðilæknanir vita það, en þeir minna menntuðu og almenningur almennt, veit ekkert hvar Ísland er. Ég er fyrsti Íslendingurinn sem flestir hitta hérna, og í ræktinni í dag, þá sagði eiagandinn, sem er einmitt íþróttalæknir, að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hann hittir.
Gimnasio Palaiestro heitir ræktin, sem er rétt fyrir utan hverfið sem ég bý í, og er gömul, dimm og einhver myndi kalla skítug, en hún hefur sál. Mörg lóðin er ryðguð og tækin um 20 ára gömul, en eigandinn er sextugur íþróttalæknir, menntaður í Guatemala og Róm, og hann er þegar búinn að taka mig í kennslustund í hvernig hlutirnir virka hérna. Hann segir t.d. að heilbrigðiskerfið hér hafi ekkert batnað frá því hann var í mínum sporum og ef eitthvað er, þá hafi það versnað. Hann staðfesti líka það sem mig grunaði eftir vatkina, að öllum er sama. Kerfið er fjársvelt, þeir sem ráða eru spilltir, þrátt fyrir að allt sé fáanlegt, þá hafa ríkisspítalar ekki efni á því og peningarnir, sem þeim er úthlutað, fara víst í misjafna hluti. Ég ræddi þetta aðeins við hjúkrunarfræðingana í dag, og þær sögðu það sama, spilling og slæmur rekstur. Svæfingalæknarnir segja alltaf að þeir vinni með það sem þau hafa, sem er mun minna en á litlum spítala á Íslandi; og þeir eru litlir!
Íþróttalæknirinn í ræktinni setti þetta mjög skýrt fram: "Þeir sem eiga peninga hafa aðgang að menntun og heilsu. Menntun og heilsa eru forréttindi, ekki mannréttindi eins og víða annars staðar."
Þetta setti hlutina í nokkuð gott samhengi. Fólk sem á peninga hér fer ekki á ríkisspítalana, það fer á einkarekin sjúkrahús. Þeir sem ekki eru tryggðir, eða eiga lítið af peningum, þeir fara t.d. á sjúkrahúsið sem ég er á, og þangað koma bókstaflega öll tilfelli sem hægt er að ímynda sér. Ræktarlæknirinn hefur talað þónokkuð við mig, og er vel að sér um Evrópu, enda sérhæfði hann sig sem íþróttalæknir í Róm, og ferðaðist einnig með ólympíuliði Guatemala á 3 Ólympiuleika. Hann talar um hvernig Norðulöndin og Þýskaland hafa góða læknisfræði, og talar um allt það viðgengst hér, en ekki í Evrópu og Bandaríkjunum. Hér gera læknanemar og sérnámslæknar allt, því ef þeir gera það ekki, þá gerir það enginn. Til dæmis eru læknanemar mikið í því að taka á móti börnum og eru 6. árs nemar jafnvel að framkvæma keisaraskurði. Þetta leiðir vissulega til þess að læknar hér og læknanemar fá gífurlega reysnlu, en ábyrgðin hlýtur að vera gífurleg, og líklega of mikil fyrir fólk á þessu stigi. Mér hefur því dottið í hug, að þessi tilfinnin sem ég hef, þ.e. að öllum sé einfaldlega sé sama, sé einhvers konar varnarmekanismi gagnvart því sem læknar, læknanemar og hjúkrunarfræðingar hér eru útsettir fyrir. Íþróttafrömuðurinn talaði einnig um að það vantaði líka samviskuna í heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess, en mig grunar að til þess að lifa af í því umhverfi sem hér ríkir, þá verður samviskan að einhverju leiti að láta undan, hreinlega til þess að lifa af sjálfur.
Síðan kom yfirlæknirinn og vildi fá mig með í aðgerðina, þannig þriðja barkaþræðingin varð að bíða, en í staðinn þá leyfði hann mér að gera ýmislegt í aðgerðinni og var að útskýra og kenna mér og sérnámslækninum, sem var með, þannig það var gott.
Eftir þá aðgerð ákvað ég að staldra við og beið inni á vöknun og fór yfir sjúkraskrár, sem allar eru handskrifaðar, og var að kynna mér sögu þeirra sem höfðu verið í aðgerðum. Ræddi einnig við hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana, sem fóru í fyrsta skipti að spyrja hvaðan ég væri, hvað ég væri að gera hér og ýmislegt fleira um mig og Ísland, eitthvað sem þær hafa ekki gert hingað til.
Það er soldið síðan ég gerði mér grein fyrir því að Ísland væri lítið peð á alþjóðavettvangi, en hérna í latnesku Ameríku, þá er það undantekning ef fólk veit hvar Ísland er. Flestir sérfræðilæknanir vita það, en þeir minna menntuðu og almenningur almennt, veit ekkert hvar Ísland er. Ég er fyrsti Íslendingurinn sem flestir hitta hérna, og í ræktinni í dag, þá sagði eiagandinn, sem er einmitt íþróttalæknir, að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem hann hittir.
Gimnasio Palaiestro heitir ræktin, sem er rétt fyrir utan hverfið sem ég bý í, og er gömul, dimm og einhver myndi kalla skítug, en hún hefur sál. Mörg lóðin er ryðguð og tækin um 20 ára gömul, en eigandinn er sextugur íþróttalæknir, menntaður í Guatemala og Róm, og hann er þegar búinn að taka mig í kennslustund í hvernig hlutirnir virka hérna. Hann segir t.d. að heilbrigðiskerfið hér hafi ekkert batnað frá því hann var í mínum sporum og ef eitthvað er, þá hafi það versnað. Hann staðfesti líka það sem mig grunaði eftir vatkina, að öllum er sama. Kerfið er fjársvelt, þeir sem ráða eru spilltir, þrátt fyrir að allt sé fáanlegt, þá hafa ríkisspítalar ekki efni á því og peningarnir, sem þeim er úthlutað, fara víst í misjafna hluti. Ég ræddi þetta aðeins við hjúkrunarfræðingana í dag, og þær sögðu það sama, spilling og slæmur rekstur. Svæfingalæknarnir segja alltaf að þeir vinni með það sem þau hafa, sem er mun minna en á litlum spítala á Íslandi; og þeir eru litlir!
Íþróttalæknirinn í ræktinni setti þetta mjög skýrt fram: "Þeir sem eiga peninga hafa aðgang að menntun og heilsu. Menntun og heilsa eru forréttindi, ekki mannréttindi eins og víða annars staðar."
Þetta setti hlutina í nokkuð gott samhengi. Fólk sem á peninga hér fer ekki á ríkisspítalana, það fer á einkarekin sjúkrahús. Þeir sem ekki eru tryggðir, eða eiga lítið af peningum, þeir fara t.d. á sjúkrahúsið sem ég er á, og þangað koma bókstaflega öll tilfelli sem hægt er að ímynda sér. Ræktarlæknirinn hefur talað þónokkuð við mig, og er vel að sér um Evrópu, enda sérhæfði hann sig sem íþróttalæknir í Róm, og ferðaðist einnig með ólympíuliði Guatemala á 3 Ólympiuleika. Hann talar um hvernig Norðulöndin og Þýskaland hafa góða læknisfræði, og talar um allt það viðgengst hér, en ekki í Evrópu og Bandaríkjunum. Hér gera læknanemar og sérnámslæknar allt, því ef þeir gera það ekki, þá gerir það enginn. Til dæmis eru læknanemar mikið í því að taka á móti börnum og eru 6. árs nemar jafnvel að framkvæma keisaraskurði. Þetta leiðir vissulega til þess að læknar hér og læknanemar fá gífurlega reysnlu, en ábyrgðin hlýtur að vera gífurleg, og líklega of mikil fyrir fólk á þessu stigi. Mér hefur því dottið í hug, að þessi tilfinnin sem ég hef, þ.e. að öllum sé einfaldlega sé sama, sé einhvers konar varnarmekanismi gagnvart því sem læknar, læknanemar og hjúkrunarfræðingar hér eru útsettir fyrir. Íþróttafrömuðurinn talaði einnig um að það vantaði líka samviskuna í heilbrigðiskerfið og starfsmenn þess, en mig grunar að til þess að lifa af í því umhverfi sem hér ríkir, þá verður samviskan að einhverju leiti að láta undan, hreinlega til þess að lifa af sjálfur.
Friday, January 10, 2014
Med thokkum til islenska heilbrigdiskerfisins.
Fyrstu vaktinni minni er lokid. Eg sit a bokasafninu a Roosevelt spitala, og er tolvukosturinn thar bara nokkud godur og nettengingin god. Eg er soldid threyttur eftir ad hafa verid a spitalnum nuna i naestum 30klst. Eg nadi reyndar ad sofa adeins i nott, enda var eg litid ad gera nema horfa og fylgjast med. Nuna adan hitti eg nokkra sem voru lika a vakt i nott og voru nu i sinni dagvinnu. Einn var liggjandi fram a bordi sofandi, a medan sitthvoru megin vid hann voru laeknar ad vinna. I thetta skiptid voru bara um 10 manns inni i 10 fermetra vinnuherberginu, en ekki 20 eins og var um daginn, thegar verid var ad sinna 3 skjolstaedingum.
Mig langar tho adallega ad segja fra fyrstu vaktinni, en eg hef sjaldan verid eins tyndur og i gaerkvoldi og nott. Eg veit ekki nakvaemlega hvernig eg a ad lysa bradamottokunni her, en thad er i raun langur gangur med herbergjum beggja vegna thegar gengid er inn. Uti er afgirt svaedi, og er alltaf logregla ad vakta. Engin formleg mottoka er thegar folk kemur og ef folk er ekki virkilega veikt eda slasad, tha er thvi visad a gongudeild. Folk bidur a bekkjum uti og kemur svo inn a einn 3 metra langan bekk inni. Mottaka skurdlaekninga er inni i 2 litlum herbergjum, sem stundum er dregid fyrir med gardinu, en yfirleitt opid. Thrju rum eru i odru herberginu og 2 i hinu. Yfirleitt tharf pall til ad komast upp a thessa sjukrabedda og eru 3 til 4 hverju sinni yfir hverjum sjuklingi. Nanast allir fa nal og vokva, hvort sem thurfa eda ekki. Mikid er um nalar og litid um nalabox. Thegar aedaleggir eru settir, tha er nalinni gjarnan stungid i dynuna, thangad til henni er hent. Blodprufur eru teknar med thvi ad lata drjupa úr nálinni ofan i opin prufuglos, og eins og gefur ad skilja fer blod gjarnan hingad og thangad vid thessar adfaerslur. Ef thetta er ekki gert, tha er notud sprauta og nal og sidan sama nal notud til ad stinga i glos sem madur heldur a i hinni hendinni; ahaettusom nalahegdun her er oskop edileg.
Mer virdist sem ad thad eru laeknar i sernami sem skoda og tala vid sjuklinginn, og sidan er thad laeknanemanna ad framkvaema thad sem sagt er. I rauninni eru laeknanemarnir eins og hjukrunarfræðingar á Íslandi, þannig mér virðist sem að 6. árs læknanemarnir eru orðnir ansi góðir í því að sinna þeim störfum sem hjúkrunarfræðingar sinna í N- og V- Evrópu, en eru minna í því að þjálfa sig í læknisfræði. Ég veit þó ekki alveg hvort að þetta sé raunin, því ég er bara að horfa á þetta frá sjónarhorni skurðmóttökunnar. Hingað til hef ég séð lítið að hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökunni, en þeir eru þó á legudeildunum og eitthvað á tímabundnu bráðmóttökunni, en aðallega læknar í sérnámi, sem sinna öllu.
Ég er ekki enn búinn að átta mig almennilega á því hvernig hlutirnir virka, enda virðist ekki vera neitt kerfi eða skipulag sem fólk/sjúklingar/skjólstæðingar fara í gegnum. Sögutaka, skoðun, inngrip eru öll framkvæmd á þessum háum, skítugu beddum, eða jafnvel frammi á gangi, þar sem er hver beddinn við hlið annars og stundum sitja aðrir, sem ekki þurfa að liggja, á milli þeirra og bakvið þá og bíða eftir að eittvhvað sé gert fyrir þá. Til dæmis var ungur maður með skotsár á síðu og mikil hrufl (líkt og eftir högl úr haglabyssu) í andliti. Hann lá í marga klukkutíma á ganginum, áður en hann kom inn á tímabundna deild. Sárum hans var lokað þónokkru eftir komu og fékk ekki höfuð/augnskoðun fyrr en löngu síðar. Ég sá hann um nóttina loksins vera rúllað inn á tímabundnu deildina (áður en farið er inn á deild inni á sjálfum spítalanum).
Hvað lyf varðar, þá er ein skúffa inni á móttökuherberginu, sem inniheldur ampúllur með u.þ.b. 6 mismunandi lyfjum og fengu flestir það sama sem komu. Einn skápur með nálum, vökvum, ofl. í þeim dúr er inni á móttökuherberginu og saumadót í skáp f. ofan. Sem betur fer nota flestir hanska þegar þeir eru að setja nálar upp og taka blóð, en þetta er ekki algilt. Ef sullast blóð niður, þá er öllum sama og ekkert endilega verið að þrífa það upp eða skipta um lak (ef það er þá nokkuð lak á beddanum). Engir stasar eru til blóðtöku eða nálauppetningar og oftast notaðir hanskar, sem bundnir eru um viðkomandi útlit. Saumarskapur er framkvæmdur hvar sem er, og engin ljós, stólar eða borð til þess að auðvelda vinnuna (t.d. hélt ég vasaljósinu mínu á meðan verið var að sauma skotsárið, þannig að læknirinn sæi hvað hann væri að gera).
Yfirleitt eru 2-3 að sinna hverjum sjúklingi innan þessa litla rýmis, þannig það eru margir að þvælast fyrir hver öðrum. Þar sem það er ekkert tölvukerfi og engir símar, þá fara læknanemarnir með allar prufur og sækja allar niðurstöður. Það eru engir vaktmenn, sendiþjónusta eða loftþrýstileiðslur sem fara með pappíra, prufur og slíkt.
Þegar leið á nóttina og ég var búinn að vera í tveimur botnlangatökum, og fylgjast með læknum í sérnámi (engir sérfræðingar, nema svæfing, eru á vaktinni) bjarga því sem bjargað var eftir annað skotsár, þá leitaði ég uppi einhversstaðar til að sofa. Nemar sofa á dýnum á gólfum, fram á borð eða á bekkjum, á meðan ég sá þónokkra aðstandendur vera sofandi á gólfunum hjá fólkinu sínu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá rúm inni á herbergi ætlað læknum í sérnámi. Ég var afar þakklátur fyrir það, og það voru m.a.s. koddar. Sjúkrarúmin (eða stálbrettin með dýnunum á) virðast aldrei vera búin koddum, sem þýðir að flestir liggja flötum beinum, því það virðist heldur ekki vera hægt að reisa höfuðgaflinn. Mér þætti áhugavert að vita hvernig er með "aspiration"lungnabólgur hér, m.t.t. þess að fólk getur ekki reyst höfuðið, sem væri líklega gott fyrir fólk í hættu á því að kasta upp.
Þetta var bara vaktin, en morguninn eftir var haldið áfram í holsjáraðgerðunum á dagdeildinni, sem er líkt og vin í eyðimörk eftir hörmungarnar, sem ganga á á þessari bráðamóttöku. Ég hef ekki enn sagt frá hvernig vaktaskiptin fóru fram, eða stofuganginum á gjörgæslunni, en það var ansi skrautlegt, og mjög öðruvísi en það sem við eigum að venjast á Vesturlöndum (eftir því sem ég best veit).
Það sem ég geri mér grein fyrir eftir þessa fyrstu vakt er, að íslenskt heilbrigðistkerfi er mjög gott og bráðamóttökurnar á Íslandi, í raun sama hvar það er (jafnvel bara á skiptistofum heilsugæslunnar) eru allar betur búnar en þetta helsta háskólasjúkrahús í hinni 3 miljóna manna Guatemala-borg. Ég er mjög þakklátur fyrir íslenskt heilbrigðistkerfi, og ég er mjög þakklátur fyrir Landspítalann eftir þessar 2 fyrstu vikur mínar hér á Roosevelt spítalanum.
Mig langar tho adallega ad segja fra fyrstu vaktinni, en eg hef sjaldan verid eins tyndur og i gaerkvoldi og nott. Eg veit ekki nakvaemlega hvernig eg a ad lysa bradamottokunni her, en thad er i raun langur gangur med herbergjum beggja vegna thegar gengid er inn. Uti er afgirt svaedi, og er alltaf logregla ad vakta. Engin formleg mottoka er thegar folk kemur og ef folk er ekki virkilega veikt eda slasad, tha er thvi visad a gongudeild. Folk bidur a bekkjum uti og kemur svo inn a einn 3 metra langan bekk inni. Mottaka skurdlaekninga er inni i 2 litlum herbergjum, sem stundum er dregid fyrir med gardinu, en yfirleitt opid. Thrju rum eru i odru herberginu og 2 i hinu. Yfirleitt tharf pall til ad komast upp a thessa sjukrabedda og eru 3 til 4 hverju sinni yfir hverjum sjuklingi. Nanast allir fa nal og vokva, hvort sem thurfa eda ekki. Mikid er um nalar og litid um nalabox. Thegar aedaleggir eru settir, tha er nalinni gjarnan stungid i dynuna, thangad til henni er hent. Blodprufur eru teknar med thvi ad lata drjupa úr nálinni ofan i opin prufuglos, og eins og gefur ad skilja fer blod gjarnan hingad og thangad vid thessar adfaerslur. Ef thetta er ekki gert, tha er notud sprauta og nal og sidan sama nal notud til ad stinga i glos sem madur heldur a i hinni hendinni; ahaettusom nalahegdun her er oskop edileg.
Mer virdist sem ad thad eru laeknar i sernami sem skoda og tala vid sjuklinginn, og sidan er thad laeknanemanna ad framkvaema thad sem sagt er. I rauninni eru laeknanemarnir eins og hjukrunarfræðingar á Íslandi, þannig mér virðist sem að 6. árs læknanemarnir eru orðnir ansi góðir í því að sinna þeim störfum sem hjúkrunarfræðingar sinna í N- og V- Evrópu, en eru minna í því að þjálfa sig í læknisfræði. Ég veit þó ekki alveg hvort að þetta sé raunin, því ég er bara að horfa á þetta frá sjónarhorni skurðmóttökunnar. Hingað til hef ég séð lítið að hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökunni, en þeir eru þó á legudeildunum og eitthvað á tímabundnu bráðmóttökunni, en aðallega læknar í sérnámi, sem sinna öllu.
Ég er ekki enn búinn að átta mig almennilega á því hvernig hlutirnir virka, enda virðist ekki vera neitt kerfi eða skipulag sem fólk/sjúklingar/skjólstæðingar fara í gegnum. Sögutaka, skoðun, inngrip eru öll framkvæmd á þessum háum, skítugu beddum, eða jafnvel frammi á gangi, þar sem er hver beddinn við hlið annars og stundum sitja aðrir, sem ekki þurfa að liggja, á milli þeirra og bakvið þá og bíða eftir að eittvhvað sé gert fyrir þá. Til dæmis var ungur maður með skotsár á síðu og mikil hrufl (líkt og eftir högl úr haglabyssu) í andliti. Hann lá í marga klukkutíma á ganginum, áður en hann kom inn á tímabundna deild. Sárum hans var lokað þónokkru eftir komu og fékk ekki höfuð/augnskoðun fyrr en löngu síðar. Ég sá hann um nóttina loksins vera rúllað inn á tímabundnu deildina (áður en farið er inn á deild inni á sjálfum spítalanum).
Hvað lyf varðar, þá er ein skúffa inni á móttökuherberginu, sem inniheldur ampúllur með u.þ.b. 6 mismunandi lyfjum og fengu flestir það sama sem komu. Einn skápur með nálum, vökvum, ofl. í þeim dúr er inni á móttökuherberginu og saumadót í skáp f. ofan. Sem betur fer nota flestir hanska þegar þeir eru að setja nálar upp og taka blóð, en þetta er ekki algilt. Ef sullast blóð niður, þá er öllum sama og ekkert endilega verið að þrífa það upp eða skipta um lak (ef það er þá nokkuð lak á beddanum). Engir stasar eru til blóðtöku eða nálauppetningar og oftast notaðir hanskar, sem bundnir eru um viðkomandi útlit. Saumarskapur er framkvæmdur hvar sem er, og engin ljós, stólar eða borð til þess að auðvelda vinnuna (t.d. hélt ég vasaljósinu mínu á meðan verið var að sauma skotsárið, þannig að læknirinn sæi hvað hann væri að gera).
Yfirleitt eru 2-3 að sinna hverjum sjúklingi innan þessa litla rýmis, þannig það eru margir að þvælast fyrir hver öðrum. Þar sem það er ekkert tölvukerfi og engir símar, þá fara læknanemarnir með allar prufur og sækja allar niðurstöður. Það eru engir vaktmenn, sendiþjónusta eða loftþrýstileiðslur sem fara með pappíra, prufur og slíkt.
Þegar leið á nóttina og ég var búinn að vera í tveimur botnlangatökum, og fylgjast með læknum í sérnámi (engir sérfræðingar, nema svæfing, eru á vaktinni) bjarga því sem bjargað var eftir annað skotsár, þá leitaði ég uppi einhversstaðar til að sofa. Nemar sofa á dýnum á gólfum, fram á borð eða á bekkjum, á meðan ég sá þónokkra aðstandendur vera sofandi á gólfunum hjá fólkinu sínu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá rúm inni á herbergi ætlað læknum í sérnámi. Ég var afar þakklátur fyrir það, og það voru m.a.s. koddar. Sjúkrarúmin (eða stálbrettin með dýnunum á) virðast aldrei vera búin koddum, sem þýðir að flestir liggja flötum beinum, því það virðist heldur ekki vera hægt að reisa höfuðgaflinn. Mér þætti áhugavert að vita hvernig er með "aspiration"lungnabólgur hér, m.t.t. þess að fólk getur ekki reyst höfuðið, sem væri líklega gott fyrir fólk í hættu á því að kasta upp.
Þetta var bara vaktin, en morguninn eftir var haldið áfram í holsjáraðgerðunum á dagdeildinni, sem er líkt og vin í eyðimörk eftir hörmungarnar, sem ganga á á þessari bráðamóttöku. Ég hef ekki enn sagt frá hvernig vaktaskiptin fóru fram, eða stofuganginum á gjörgæslunni, en það var ansi skrautlegt, og mjög öðruvísi en það sem við eigum að venjast á Vesturlöndum (eftir því sem ég best veit).
Það sem ég geri mér grein fyrir eftir þessa fyrstu vakt er, að íslenskt heilbrigðistkerfi er mjög gott og bráðamóttökurnar á Íslandi, í raun sama hvar það er (jafnvel bara á skiptistofum heilsugæslunnar) eru allar betur búnar en þetta helsta háskólasjúkrahús í hinni 3 miljóna manna Guatemala-borg. Ég er mjög þakklátur fyrir íslenskt heilbrigðistkerfi, og ég er mjög þakklátur fyrir Landspítalann eftir þessar 2 fyrstu vikur mínar hér á Roosevelt spítalanum.
Wednesday, January 8, 2014
Fyrsta vaktin...
Á morgun verður fyrsta vaktin mín á skurðlækningasviði Roosevelt Spítala í Guatemala-borg. Þar verð ég með lærlingum á skurðlækningasviði á vakt á bráðamóttökunni, sem er sú verst skipulagða og verst búna bráðadeild sem ég hef komið á (sem eru svosum ekki svo margar, en þessi lítur út fyrir að vera 50 ára gömul). Ég mæti á venjulega vinnudag í holsjáraðgerðir (sennilegt allt gallblöðrutökur) kl. 07:30 og svo kl. 15 hefst vaktin, alveg fram á næsta morgun, þegar ég mæti aftur 7:30 í fleiri gallblöðru aðgerðir.
Ég er soldið órólegur fyrir morgundaginn, því ég á eftir að vera um 30klst á spítalanum, þ.á.m. alla nóttina á bráðamóttökunni, þar sem bókstaflega ALLT kemur inn; og við erum ekki að tala um einhverjar smáskeinur, heldur eru skotsár og alvarleg umferðarslys algeng þar. Hvað sem verður, þá verður þetta áhugavert, því þann litla tíma sem ég hef verið á bráðamóttökunni, þá hef ég sjaldan upplifað annað eins skipulagsleysi. Læknar úti um allt, hver að þvælast fyrir öðrum. Sjúklingar úti um allt, rúm við rúm frammi á gangi, með dreypi uppi að bíða eftir að fara eitthvert annað. Engar tölvur, lítil starfsaðstaða, þrír sjúklingar inni á sama móttökuherbergi, sem er opið fram á gang, allt afar skítugt, brotnir gluggur, sprautur og jafnvel nálar enn á þeim, á gólfum og úti í glugga, engin matar- eða geymsluaðstaða f. læknana, varla biðaðstaða f. sjúklinga og aðstandendur, í stuttu máli, chaos.
Þetta á eftir að vera lærdómsríkt og öðruvísi. Ég vona bara innilega að læra sem mest og komast heill frá fyrstu vaktinni.
Síðustu dagar hafa verið fínir og hef ég fengið að aðstoða við þónokkrar aðgerðir og er að komast inn í rútínuna hér og að læra á spítalann. Fyrsta daginn voru 4 gallblöðrur, þar sem ég aðstoðaði við eina. Í gær aðstoðaði ég við tvær og fylgdist með botnlangatöku. Í dag voru síðan kviðslitsaðgerðir og ein lýtaaðgerð. Ég lærði nokkrar mikilvægar lexíur í dag af þessum aðgerðum:
1. ALDREI skal svæfður sjúklingur vera skilinn eftir af svæfingateyminu án eftirlits. Grundvallaratriði í svæfingalækningum er að ávallt er einhver sem fylgist með sjúklingi. Vélarnar sjá ekki um það. Ég gerði mér grein fyrir þessu þegar allt í einu fór svæfingalækinirinn á meðan "It's raining men" kom frá iSímanum. Á meðan The Weather Girls sungu og skurðteymið hélt áfram að vinna, spurði ég hvert svæfingalæknirinn hefði farið. Þau vissu það ekki og hann hafði ekki sagt orð við þau. Þremur mínútum eftir hvarf hans kom hann aftur, sennilega þegar dömurnar í símanum orguðu Hallelujah. Þarna gerði ég mér grein fyrir hvað vöktun sjúklings er mikilvæg í skurðlækningum.
2. Ég lærði annað afar mikilvægt er varðar skurðlækingar, en ég ætla að geyma umfjöllun um það til betri tíma.
Góða nótt og góða vakt!
Ég er soldið órólegur fyrir morgundaginn, því ég á eftir að vera um 30klst á spítalanum, þ.á.m. alla nóttina á bráðamóttökunni, þar sem bókstaflega ALLT kemur inn; og við erum ekki að tala um einhverjar smáskeinur, heldur eru skotsár og alvarleg umferðarslys algeng þar. Hvað sem verður, þá verður þetta áhugavert, því þann litla tíma sem ég hef verið á bráðamóttökunni, þá hef ég sjaldan upplifað annað eins skipulagsleysi. Læknar úti um allt, hver að þvælast fyrir öðrum. Sjúklingar úti um allt, rúm við rúm frammi á gangi, með dreypi uppi að bíða eftir að fara eitthvert annað. Engar tölvur, lítil starfsaðstaða, þrír sjúklingar inni á sama móttökuherbergi, sem er opið fram á gang, allt afar skítugt, brotnir gluggur, sprautur og jafnvel nálar enn á þeim, á gólfum og úti í glugga, engin matar- eða geymsluaðstaða f. læknana, varla biðaðstaða f. sjúklinga og aðstandendur, í stuttu máli, chaos.
Þetta á eftir að vera lærdómsríkt og öðruvísi. Ég vona bara innilega að læra sem mest og komast heill frá fyrstu vaktinni.
Síðustu dagar hafa verið fínir og hef ég fengið að aðstoða við þónokkrar aðgerðir og er að komast inn í rútínuna hér og að læra á spítalann. Fyrsta daginn voru 4 gallblöðrur, þar sem ég aðstoðaði við eina. Í gær aðstoðaði ég við tvær og fylgdist með botnlangatöku. Í dag voru síðan kviðslitsaðgerðir og ein lýtaaðgerð. Ég lærði nokkrar mikilvægar lexíur í dag af þessum aðgerðum:
1. ALDREI skal svæfður sjúklingur vera skilinn eftir af svæfingateyminu án eftirlits. Grundvallaratriði í svæfingalækningum er að ávallt er einhver sem fylgist með sjúklingi. Vélarnar sjá ekki um það. Ég gerði mér grein fyrir þessu þegar allt í einu fór svæfingalækinirinn á meðan "It's raining men" kom frá iSímanum. Á meðan The Weather Girls sungu og skurðteymið hélt áfram að vinna, spurði ég hvert svæfingalæknirinn hefði farið. Þau vissu það ekki og hann hafði ekki sagt orð við þau. Þremur mínútum eftir hvarf hans kom hann aftur, sennilega þegar dömurnar í símanum orguðu Hallelujah. Þarna gerði ég mér grein fyrir hvað vöktun sjúklings er mikilvæg í skurðlækningum.
2. Ég lærði annað afar mikilvægt er varðar skurðlækingar, en ég ætla að geyma umfjöllun um það til betri tíma.
Góða nótt og góða vakt!
Subscribe to:
Posts (Atom)