Fyrstu vaktinni minni er lokid. Eg sit a bokasafninu a Roosevelt spitala, og er tolvukosturinn thar bara nokkud godur og nettengingin god. Eg er soldid threyttur eftir ad hafa verid a spitalnum nuna i naestum 30klst. Eg nadi reyndar ad sofa adeins i nott, enda var eg litid ad gera nema horfa og fylgjast med. Nuna adan hitti eg nokkra sem voru lika a vakt i nott og voru nu i sinni dagvinnu. Einn var liggjandi fram a bordi sofandi, a medan sitthvoru megin vid hann voru laeknar ad vinna. I thetta skiptid voru bara um 10 manns inni i 10 fermetra vinnuherberginu, en ekki 20 eins og var um daginn, thegar verid var ad sinna 3 skjolstaedingum.
Mig langar tho adallega ad segja fra fyrstu vaktinni, en eg hef sjaldan verid eins tyndur og i gaerkvoldi og nott. Eg veit ekki nakvaemlega hvernig eg a ad lysa bradamottokunni her, en thad er i raun langur gangur med herbergjum beggja vegna thegar gengid er inn. Uti er afgirt svaedi, og er alltaf logregla ad vakta. Engin formleg mottoka er thegar folk kemur og ef folk er ekki virkilega veikt eda slasad, tha er thvi visad a gongudeild. Folk bidur a bekkjum uti og kemur svo inn a einn 3 metra langan bekk inni. Mottaka skurdlaekninga er inni i 2 litlum herbergjum, sem stundum er dregid fyrir med gardinu, en yfirleitt opid. Thrju rum eru i odru herberginu og 2 i hinu. Yfirleitt tharf pall til ad komast upp a thessa sjukrabedda og eru 3 til 4 hverju sinni yfir hverjum sjuklingi. Nanast allir fa nal og vokva, hvort sem thurfa eda ekki. Mikid er um nalar og litid um nalabox. Thegar aedaleggir eru settir, tha er nalinni gjarnan stungid i dynuna, thangad til henni er hent. Blodprufur eru teknar med thvi ad lata drjupa úr nálinni ofan i opin prufuglos, og eins og gefur ad skilja fer blod gjarnan hingad og thangad vid thessar adfaerslur. Ef thetta er ekki gert, tha er notud sprauta og nal og sidan sama nal notud til ad stinga i glos sem madur heldur a i hinni hendinni; ahaettusom nalahegdun her er oskop edileg.
Mer virdist sem ad thad eru laeknar i sernami sem skoda og tala vid sjuklinginn, og sidan er thad laeknanemanna ad framkvaema thad sem sagt er. I rauninni eru laeknanemarnir eins og hjukrunarfræðingar á Íslandi, þannig mér virðist sem að 6. árs læknanemarnir eru orðnir ansi góðir í því að sinna þeim störfum sem hjúkrunarfræðingar sinna í N- og V- Evrópu, en eru minna í því að þjálfa sig í læknisfræði. Ég veit þó ekki alveg hvort að þetta sé raunin, því ég er bara að horfa á þetta frá sjónarhorni skurðmóttökunnar. Hingað til hef ég séð lítið að hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökunni, en þeir eru þó á legudeildunum og eitthvað á tímabundnu bráðmóttökunni, en aðallega læknar í sérnámi, sem sinna öllu.
Ég er ekki enn búinn að átta mig almennilega á því hvernig hlutirnir virka, enda virðist ekki vera neitt kerfi eða skipulag sem fólk/sjúklingar/skjólstæðingar fara í gegnum. Sögutaka, skoðun, inngrip eru öll framkvæmd á þessum háum, skítugu beddum, eða jafnvel frammi á gangi, þar sem er hver beddinn við hlið annars og stundum sitja aðrir, sem ekki þurfa að liggja, á milli þeirra og bakvið þá og bíða eftir að eittvhvað sé gert fyrir þá. Til dæmis var ungur maður með skotsár á síðu og mikil hrufl (líkt og eftir högl úr haglabyssu) í andliti. Hann lá í marga klukkutíma á ganginum, áður en hann kom inn á tímabundna deild. Sárum hans var lokað þónokkru eftir komu og fékk ekki höfuð/augnskoðun fyrr en löngu síðar. Ég sá hann um nóttina loksins vera rúllað inn á tímabundnu deildina (áður en farið er inn á deild inni á sjálfum spítalanum).
Hvað lyf varðar, þá er ein skúffa inni á móttökuherberginu, sem inniheldur ampúllur með u.þ.b. 6 mismunandi lyfjum og fengu flestir það sama sem komu. Einn skápur með nálum, vökvum, ofl. í þeim dúr er inni á móttökuherberginu og saumadót í skáp f. ofan. Sem betur fer nota flestir hanska þegar þeir eru að setja nálar upp og taka blóð, en þetta er ekki algilt. Ef sullast blóð niður, þá er öllum sama og ekkert endilega verið að þrífa það upp eða skipta um lak (ef það er þá nokkuð lak á beddanum). Engir stasar eru til blóðtöku eða nálauppetningar og oftast notaðir hanskar, sem bundnir eru um viðkomandi útlit. Saumarskapur er framkvæmdur hvar sem er, og engin ljós, stólar eða borð til þess að auðvelda vinnuna (t.d. hélt ég vasaljósinu mínu á meðan verið var að sauma skotsárið, þannig að læknirinn sæi hvað hann væri að gera).
Yfirleitt eru 2-3 að sinna hverjum sjúklingi innan þessa litla rýmis, þannig það eru margir að þvælast fyrir hver öðrum. Þar sem það er ekkert tölvukerfi og engir símar, þá fara læknanemarnir með allar prufur og sækja allar niðurstöður. Það eru engir vaktmenn, sendiþjónusta eða loftþrýstileiðslur sem fara með pappíra, prufur og slíkt.
Þegar leið á nóttina og ég var búinn að vera í tveimur botnlangatökum, og fylgjast með læknum í sérnámi (engir sérfræðingar, nema svæfing, eru á vaktinni) bjarga því sem bjargað var eftir annað skotsár, þá leitaði ég uppi einhversstaðar til að sofa. Nemar sofa á dýnum á gólfum, fram á borð eða á bekkjum, á meðan ég sá þónokkra aðstandendur vera sofandi á gólfunum hjá fólkinu sínu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá rúm inni á herbergi ætlað læknum í sérnámi. Ég var afar þakklátur fyrir það, og það voru m.a.s. koddar. Sjúkrarúmin (eða stálbrettin með dýnunum á) virðast aldrei vera búin koddum, sem þýðir að flestir liggja flötum beinum, því það virðist heldur ekki vera hægt að reisa höfuðgaflinn. Mér þætti áhugavert að vita hvernig er með "aspiration"lungnabólgur hér, m.t.t. þess að fólk getur ekki reyst höfuðið, sem væri líklega gott fyrir fólk í hættu á því að kasta upp.
Þetta var bara vaktin, en morguninn eftir var haldið áfram í holsjáraðgerðunum á dagdeildinni, sem er líkt og vin í eyðimörk eftir hörmungarnar, sem ganga á á þessari bráðamóttöku. Ég hef ekki enn sagt frá hvernig vaktaskiptin fóru fram, eða stofuganginum á gjörgæslunni, en það var ansi skrautlegt, og mjög öðruvísi en það sem við eigum að venjast á Vesturlöndum (eftir því sem ég best veit).
Það sem ég geri mér grein fyrir eftir þessa fyrstu vakt er, að íslenskt heilbrigðistkerfi er mjög gott og bráðamóttökurnar á Íslandi, í raun sama hvar það er (jafnvel bara á skiptistofum heilsugæslunnar) eru allar betur búnar en þetta helsta háskólasjúkrahús í hinni 3 miljóna manna Guatemala-borg. Ég er mjög þakklátur fyrir íslenskt heilbrigðistkerfi, og ég er mjög þakklátur fyrir Landspítalann eftir þessar 2 fyrstu vikur mínar hér á Roosevelt spítalanum.
Já Gunnar minn þetta er nú heldur betur skrautlegt þarna hjá þér og verður að teljast mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér heima. Samt er kvartað endalaust því fólk er vant svo góðu. Ég er hrædd um að skjólstæðingar þínir þarna úti væru til í að skipta við okkur og myndu sennilega upplifa sig í himnaríki miðað við þessar hörmungar. Farðu varlega nálægt nálunum og haltu áfram að vera hetja Klakans í norðri.
ReplyDelete