Það er miður dagur í Arequipa, glampandi sól og það er verið að skjóta upp flugeldum. Ég held a.m.k. að þetta eru flugeldar, því þeir hljóma þannig, trúi vart að það sé verið að sprengja eitthvað annað hérna í nágrenninu.
Mér tókst að vakna í morgun og koma mér á lappir, en eftir því sem leið á morguninn, þá fór svimi og óstöðugleiki á fótum að gera vart við sig. Læknirinn, sem ég var með að sinna sjúklingunum, skipaði mér að drekka saltdrykki og taka Bismutol, afar bleikt og þykkfljótandi magameðal, sem ég og gerði, en er kominn í bælið, því vart vænlegt til árangurs að ráfa um óstöðugur. Vona bara að þetta verði allt liðið hjá þegar barnalæknarnir koma aftur í næstu viku, því þeir eru í fríi þessa vikuna. Það er soldið skrítið að vera á barnaspítala, þar sem ekki eru barnalæknar, en svona er þetta víst hérna...
Í gærkvöldi fór rafmagnið tvisvar af Arequipa borg og í morgun voru enn hverfi án rafmagns. Sem betur fer er neyðarrafstöð hérna á spítlanum, sem tók við sér eftir 40 sekúndur, þannig að spítalinn sjálfur var í lagi. Það virðist þó ekki allt hafa verið í lagi, því villtu hundarnir hérna fyrir utan geltu eins og brjálaðir og viðvörunarbjöllur eða sírenur voru vælandi úti um allt.
Hvað öllu líður, þá virðist sem að ég hafi tekið eitthvað með mér heim frá Machu Picchu eða Cusco, sem ekki er að gera mér mjög gott. Ég get bara vonað að þessum meltingarhamförum fari að linna þannig að ég geti haldið áfram að læra einhverja læknisfræði hérna í Perú.
Thursday, February 27, 2014
Wednesday, February 26, 2014
Mig langar heim
Það er soldið skrýtið að hugsa til þess að þau skipti, sem ég skrifa eitthvað, eru einmitt þau skipti þegar tilfinningar þurfa að vera deildar með öðrum. Ég hef tekið eftir þessu á samfélagsmiðlum, að yfirleitt þegar fólk er að skrifa, þá er það vegna tilfinninga, sem það er að upplifa; og yfirleitt er það gleði, en það geta líka verið neikvæðari, s.s. reiði eða vanlíðan. Í þetta skipti sem ég skrifa, þá er það fyrst og fremst magapína sem gefur mér tíma og ástæðu til þess að skrifa loksins aftur.
Í öll þau skipti, sem ég hef verið að heiman, þá hefur mér sjaldan langað heim, því ég hef alltaf verið í burtu af fyrirfram gefinni ástæðu, sem ég hef ákveðið sjálfur að vel ígrunduðu tilefni.
Ég man þegar ég fór til München í byrjun september 2003, þá aðeins 17 ára gamall, að mér leið ekki alltaf vel í byrjun og alveg fram á vormánuði, þar sem mér leið ekki nógu vel, en ég hafði tekið ákvörðun um að vera ár í burtu, ég ætlaði að læra þýsku og ég ætlaði að þrauka, hvað sem á dundi. Ég hafði markmið og ég fór eftir því, alveg þangað til ég átti að fara heim, en þá hafði ég lært þýsku svo vel og lifað mig svo vel inn í samfélagið í München, að ég vildi vart snúa aftur til Íslands.
Ferðalögin, sem ég hef farið í eftir skiptinemadvölina í Þýslandi, hafa einnig verið þess eðlis að ég hef viljað fara í þau og hef notið þeirra og sjaldan saknað Íslands, eða langað heim (þó sakna ég alltaf vatnsins og fersks fisks, enda ekki mörg lönd, sem státa af slíkum gæðum).
Eftir 2. ár læknisfræðinnar, þá voru fjölmargar ástæður fyrir því að ég fór burt í ár, en sérstaklega mikill námsleiði og vilji minn til að læra frönsku og spænsku. Ég hafði það markmið að geta talað þessi 2 tungumál, og þegar því markmiði var náð og ég var búinn að vera á flakki (þó ekki stanslausu) í 8 mánuði, þá var ég nokkurn veginn tilbúinn að snúa aftur til Íslands, enda búinn að uppfylla markmiðin, Heimleiðin var þó 3 mánuðir, en á meðan á þeim stóð ferðaðist ég víða, hitti marga, lærði mikið, bætti tungumálin og heimsótti bernskuslóðir. Ég snéri því heim ánægður og heilmikilli reynslu ríkari.
Eftir Evrópureisuna 2009/2010 þá hef ég ekki verið jafnlengi (og hvað þá jafnlangt í burtu) frá Íslandi fyrr en nú. Fyrst 7 vikur í Guatemala og nú rúmlega 2 vikur í Perú. Þetta er búinn að vera magnaður tími og ég búinn að sjá og læra ótrúlegustu hluti. Gvatemala var eitt stórt, afar öðruvísi, ævintýri, sem ég hefði ekki vilja missa af, og hingað til hefur Perú verið nokkuð magnað, sérstaklega ferðalagið til Cusco og Machu Picchu um nýliðna helgi. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar, en það er hið endalausa meltingarvesen, sem hefur skyggt á dvöl mína í hinni latnesku Ameríku.
Á öllum mínum ferðalögum um Evrópu, þá hefur maginn á mér verið nokkurn veginn í lagi, ef undanskildir eru nokkrir dagar á Interrai-ferðalaginu 2006. Hins vegar hefur magapest verið nánast vikulegur viðburður síðan eftir s.l. jól. Núna á 3. vikunni minni hér í Perú, þá er ég rúmliggjandi í annað skiptið með ástand sem ég kalla gullfoss (já, ekkert stórt "G", því ekki er að ræða sérnafn), með tilheyrandi kviðkvölum, flökurleika, svima og slappleika. Hvað þetta er veit enginn, en ég er búinn að komast að því að meltingarfæri mín hafa hlotinn mikinn skaða á s.l. 2 mánuðum, eða þá að pöddurnar í matnum hér sé einstaklega vel við íslenskt blóð. Þetta er ástæðan fyrir titli þessa pistils, því eftir að hafa tekið allan andskotann af lyfjum, þá virðist ég ekki ætla að fá bót meina minna, þannig að ekki bara er meltingarvegurinn í rugli, heldur er þetta farið að naga sál mína líka. Það er a.m.k. einstaklega pirrandi að hver magaflensan elti aðra, þrátt fyrir að fara varlega hvað viðkemur mat og drykk.
Þótt mig langi heim í augnablikinu, þaðan sem ég skrifa þetta, þá er það ekki inni í myndinni. Ég setti mér það markmið að vera þessa 3 valtímabilsmánuði mína í Mið- og S-Ameríku, til þess að læra meiri spænsku, læra meiri læknisfræði og jafnframt sjá meira af heiminum. Ég vissi alltaf að ég myndi fá í magann; ég bara vissi ekki að það myndi vera svona langvarandi og draga jafnmikinn kraft úr mér og raun ber vitni. Ég get þó sagt að ég hef lært ansi mikið hvernig á að meðhöndla matareitranir, magakveisur, uppköst og niðurgang, sníkjudýr og flest það sem viðkemur því að vera með sýktan meltingarveg í framandi löndum. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að sjá eitthvert gagn eða jákvæðni í því :-)
Það er þó alveg víst að ég verð feginn að komast aftur á Klakann, geta drukkið vatn úr krana aftur, fengið ferskan og öruggan mat, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að allt sem ég borða gæti valdið mér skaða, og vonandi þurfa ekki að taka meiri meltingarfærameðöl.
Í öll þau skipti, sem ég hef verið að heiman, þá hefur mér sjaldan langað heim, því ég hef alltaf verið í burtu af fyrirfram gefinni ástæðu, sem ég hef ákveðið sjálfur að vel ígrunduðu tilefni.
Ég man þegar ég fór til München í byrjun september 2003, þá aðeins 17 ára gamall, að mér leið ekki alltaf vel í byrjun og alveg fram á vormánuði, þar sem mér leið ekki nógu vel, en ég hafði tekið ákvörðun um að vera ár í burtu, ég ætlaði að læra þýsku og ég ætlaði að þrauka, hvað sem á dundi. Ég hafði markmið og ég fór eftir því, alveg þangað til ég átti að fara heim, en þá hafði ég lært þýsku svo vel og lifað mig svo vel inn í samfélagið í München, að ég vildi vart snúa aftur til Íslands.
Ferðalögin, sem ég hef farið í eftir skiptinemadvölina í Þýslandi, hafa einnig verið þess eðlis að ég hef viljað fara í þau og hef notið þeirra og sjaldan saknað Íslands, eða langað heim (þó sakna ég alltaf vatnsins og fersks fisks, enda ekki mörg lönd, sem státa af slíkum gæðum).
Eftir 2. ár læknisfræðinnar, þá voru fjölmargar ástæður fyrir því að ég fór burt í ár, en sérstaklega mikill námsleiði og vilji minn til að læra frönsku og spænsku. Ég hafði það markmið að geta talað þessi 2 tungumál, og þegar því markmiði var náð og ég var búinn að vera á flakki (þó ekki stanslausu) í 8 mánuði, þá var ég nokkurn veginn tilbúinn að snúa aftur til Íslands, enda búinn að uppfylla markmiðin, Heimleiðin var þó 3 mánuðir, en á meðan á þeim stóð ferðaðist ég víða, hitti marga, lærði mikið, bætti tungumálin og heimsótti bernskuslóðir. Ég snéri því heim ánægður og heilmikilli reynslu ríkari.
Eftir Evrópureisuna 2009/2010 þá hef ég ekki verið jafnlengi (og hvað þá jafnlangt í burtu) frá Íslandi fyrr en nú. Fyrst 7 vikur í Guatemala og nú rúmlega 2 vikur í Perú. Þetta er búinn að vera magnaður tími og ég búinn að sjá og læra ótrúlegustu hluti. Gvatemala var eitt stórt, afar öðruvísi, ævintýri, sem ég hefði ekki vilja missa af, og hingað til hefur Perú verið nokkuð magnað, sérstaklega ferðalagið til Cusco og Machu Picchu um nýliðna helgi. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar, en það er hið endalausa meltingarvesen, sem hefur skyggt á dvöl mína í hinni latnesku Ameríku.
Á öllum mínum ferðalögum um Evrópu, þá hefur maginn á mér verið nokkurn veginn í lagi, ef undanskildir eru nokkrir dagar á Interrai-ferðalaginu 2006. Hins vegar hefur magapest verið nánast vikulegur viðburður síðan eftir s.l. jól. Núna á 3. vikunni minni hér í Perú, þá er ég rúmliggjandi í annað skiptið með ástand sem ég kalla gullfoss (já, ekkert stórt "G", því ekki er að ræða sérnafn), með tilheyrandi kviðkvölum, flökurleika, svima og slappleika. Hvað þetta er veit enginn, en ég er búinn að komast að því að meltingarfæri mín hafa hlotinn mikinn skaða á s.l. 2 mánuðum, eða þá að pöddurnar í matnum hér sé einstaklega vel við íslenskt blóð. Þetta er ástæðan fyrir titli þessa pistils, því eftir að hafa tekið allan andskotann af lyfjum, þá virðist ég ekki ætla að fá bót meina minna, þannig að ekki bara er meltingarvegurinn í rugli, heldur er þetta farið að naga sál mína líka. Það er a.m.k. einstaklega pirrandi að hver magaflensan elti aðra, þrátt fyrir að fara varlega hvað viðkemur mat og drykk.
Þótt mig langi heim í augnablikinu, þaðan sem ég skrifa þetta, þá er það ekki inni í myndinni. Ég setti mér það markmið að vera þessa 3 valtímabilsmánuði mína í Mið- og S-Ameríku, til þess að læra meiri spænsku, læra meiri læknisfræði og jafnframt sjá meira af heiminum. Ég vissi alltaf að ég myndi fá í magann; ég bara vissi ekki að það myndi vera svona langvarandi og draga jafnmikinn kraft úr mér og raun ber vitni. Ég get þó sagt að ég hef lært ansi mikið hvernig á að meðhöndla matareitranir, magakveisur, uppköst og niðurgang, sníkjudýr og flest það sem viðkemur því að vera með sýktan meltingarveg í framandi löndum. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að sjá eitthvert gagn eða jákvæðni í því :-)
Það er þó alveg víst að ég verð feginn að komast aftur á Klakann, geta drukkið vatn úr krana aftur, fengið ferskan og öruggan mat, þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að allt sem ég borða gæti valdið mér skaða, og vonandi þurfa ekki að taka meiri meltingarfærameðöl.
Sunday, February 2, 2014
Litlu hlutirnir í lífinu; það eru þeir stóru!
Titillinn kann að hljóma eins og klisja, en mér er alveg sama. Fyrir mér eru þetta nánast heilög sannindi. Það hefur stundum verið sagt við mig, að það þurfi ekki mikið til að gleðja mig, og að vissu leiti er það satt, því ég gleðst mest, hlæ mest, og brosi mest yfir einföldum hlutum, einhverju litlu, hversdagslegu, sem þó hefur djúpstæð áhrif á mig þannig ég kætist svo um munar. Í kvöld gerðist eitt slíkt atvik, þegar mér færð lítil en einstaklega falleg og hugulsöm gjöf.
Dagurinn í dag er búinn að vera sérlega góður. Hann byrjaði með því að ég vaknaði við læti frammi á gangi, sem er allt í lagi, því stuttu síðar var haldið í morgunverð á sérlega skemmtilegum stað inni í Guatemalaborg. Ég var ekkert sérlega þreyttur, þrátt fyrir að við félagarnir fórum í útskriftarteiti læknanema í gærkvöldi, þar sem ég gat loks svalað dansþorstanum, sem hefur verið mikill upp á síðkastið. Það var mjög gaman að sjá hvernig gvatemalskir læknanemar skemmta sér, en í rauninni er ekki mikill munur á því og hvar annars staðar. Það voru í boði áfengir drykkir, hávær tónlist, og það var dansað, spjallað, drukkið, osfrv. Þrátt fyrir að við höfum komið heldur seint heim í gærkvöldi, þá
var lítið um erfiðleika við að vakna.
Við fórum ásamt fjölskyldunni (amman, afinn, frændinn og frænkan eru alltaf með) á mjög skemmilegan veitingastað/kaffihús, sem var ansi evrópskur, þrátt fyrir að vera Gvatemala morgunverði og mexíkanska morgunverði á boðstólnum. Eftir að hafa snætt vel, þá varð ég skoða úrvalið í bakaríinu/búðinni, sem er hluti af þessum veitingastað, og það var eins og að koma inn í evrópskt bakarí, enda mikið af vörum alls staðar að úr Evrópu og í bakarísborðinu voru kökur og kex að frönskum hætti. Ég réð ekki við mig og varð að kaupa sætindi til að hafa í desert seinna um daginn; sem var mjög góður leikur.
Heima fyrir borðuðum við svo hádegismat uppúr kl. 16. Það er mjög eðlileg í Gvatemala að hádegismaturinn sé borðaður soldið eftir hádegi, en um helgar teygir þetta sig fram á kaffitíma, en í staðinn er enginn kvöldmatur. Það var grillað í dag, bæði einfalt og marinerað nautakjöt, og með því var heimatilbúið salsa og guacamole. Með þessu var drukkið chileskt carmenére, fyrst einfalt carmenére og svo annað þroskaðra. Þetta var hin dásamlegasta máltíð, sem við borðuðum í bakgarðinum undir tjaldhimni, en það sem stóð uppúr var seinna vínið, sem ég keypti hér fyrir mánuði og hef verið að bíða eftir. Vel þroskað carmenére eru vín, sem ekki fæst mikið af á Íslandi, og sennilega ekki mikið utan latnesku Ameríku, en eru algerlega þess virði að hafa með góðri máltíð (sérstaklega kjöti), enda fellur kryddið og hið mikla berjabragð sérlega vel við rautt kjöt. Eftir að hafa notið kjötsins, þ.á.m. "adobado", sem er sérstakur, eldrauður kryddlögur, sem hér er notaður og er sérlega ljúffengur, þá var komið að kaffi og kökunum, sem keyptar voru í morgun. Allar voru þær einstaklega ljúffengar og settu punktinn yfir i-ið. Ég var einkar sáttur við þetta allt saman, og eftir allan matinn þá fóru ég, Gabriel og fjölskylda að skoða myndir, frá því við vorum saman í Bayern. Þetta var virkilega gaman og fyndið að sjá hvað við höfum í raun lítið breyst, fyrir utan skeggin okkar.
Þetta var því sérlega góður dagur, góður endir á góðri helgi, eftir langa og erfiða viku, og ég fór því að taka mig til fyrir morgundaginn og vaktina fram á þarnæsta dag. Koma þá ekki Gabriel og kærasta með svolitla gjöf handa mér. Ég vissi nokkurn veginn hvað þetta var, því ég vissi að kærastan var að sauma eitthvað fyrir mig, en ekki hafi ég hugmynd um að það yrði innrammað og búið að skrifa, eða réttara sagt sauma, lítil en afar falleg skilaboð inn í mynda, auk þess sem þau römmuðu það inn líka! Ég er nú með rammann við hlið mér, með þessum jú einstaklega fallega útsaumi og einföldum og skýrum skilaboðum, sem fylgja myndinni. Ég brosi enn, þar sem ég sit og skrifa þessa færslu, og mun ég reyna að finna þessum ramma sérstakan stað á framtíðarheimili mínu. Þessi gjöf er í sjálfu sér lítil og einföld, en hugurinn sem fylgir henni er þannig að ég get ekki annað en brosað hringinn og þakkað mínum sæla fyrir að þekkja svona yndislegt fólk.
Dagurinn í dag er búinn að vera sérlega góður. Hann byrjaði með því að ég vaknaði við læti frammi á gangi, sem er allt í lagi, því stuttu síðar var haldið í morgunverð á sérlega skemmtilegum stað inni í Guatemalaborg. Ég var ekkert sérlega þreyttur, þrátt fyrir að við félagarnir fórum í útskriftarteiti læknanema í gærkvöldi, þar sem ég gat loks svalað dansþorstanum, sem hefur verið mikill upp á síðkastið. Það var mjög gaman að sjá hvernig gvatemalskir læknanemar skemmta sér, en í rauninni er ekki mikill munur á því og hvar annars staðar. Það voru í boði áfengir drykkir, hávær tónlist, og það var dansað, spjallað, drukkið, osfrv. Þrátt fyrir að við höfum komið heldur seint heim í gærkvöldi, þá
var lítið um erfiðleika við að vakna.
Við fórum ásamt fjölskyldunni (amman, afinn, frændinn og frænkan eru alltaf með) á mjög skemmilegan veitingastað/kaffihús, sem var ansi evrópskur, þrátt fyrir að vera Gvatemala morgunverði og mexíkanska morgunverði á boðstólnum. Eftir að hafa snætt vel, þá varð ég skoða úrvalið í bakaríinu/búðinni, sem er hluti af þessum veitingastað, og það var eins og að koma inn í evrópskt bakarí, enda mikið af vörum alls staðar að úr Evrópu og í bakarísborðinu voru kökur og kex að frönskum hætti. Ég réð ekki við mig og varð að kaupa sætindi til að hafa í desert seinna um daginn; sem var mjög góður leikur.
Heima fyrir borðuðum við svo hádegismat uppúr kl. 16. Það er mjög eðlileg í Gvatemala að hádegismaturinn sé borðaður soldið eftir hádegi, en um helgar teygir þetta sig fram á kaffitíma, en í staðinn er enginn kvöldmatur. Það var grillað í dag, bæði einfalt og marinerað nautakjöt, og með því var heimatilbúið salsa og guacamole. Með þessu var drukkið chileskt carmenére, fyrst einfalt carmenére og svo annað þroskaðra. Þetta var hin dásamlegasta máltíð, sem við borðuðum í bakgarðinum undir tjaldhimni, en það sem stóð uppúr var seinna vínið, sem ég keypti hér fyrir mánuði og hef verið að bíða eftir. Vel þroskað carmenére eru vín, sem ekki fæst mikið af á Íslandi, og sennilega ekki mikið utan latnesku Ameríku, en eru algerlega þess virði að hafa með góðri máltíð (sérstaklega kjöti), enda fellur kryddið og hið mikla berjabragð sérlega vel við rautt kjöt. Eftir að hafa notið kjötsins, þ.á.m. "adobado", sem er sérstakur, eldrauður kryddlögur, sem hér er notaður og er sérlega ljúffengur, þá var komið að kaffi og kökunum, sem keyptar voru í morgun. Allar voru þær einstaklega ljúffengar og settu punktinn yfir i-ið. Ég var einkar sáttur við þetta allt saman, og eftir allan matinn þá fóru ég, Gabriel og fjölskylda að skoða myndir, frá því við vorum saman í Bayern. Þetta var virkilega gaman og fyndið að sjá hvað við höfum í raun lítið breyst, fyrir utan skeggin okkar.
Þetta var því sérlega góður dagur, góður endir á góðri helgi, eftir langa og erfiða viku, og ég fór því að taka mig til fyrir morgundaginn og vaktina fram á þarnæsta dag. Koma þá ekki Gabriel og kærasta með svolitla gjöf handa mér. Ég vissi nokkurn veginn hvað þetta var, því ég vissi að kærastan var að sauma eitthvað fyrir mig, en ekki hafi ég hugmynd um að það yrði innrammað og búið að skrifa, eða réttara sagt sauma, lítil en afar falleg skilaboð inn í mynda, auk þess sem þau römmuðu það inn líka! Ég er nú með rammann við hlið mér, með þessum jú einstaklega fallega útsaumi og einföldum og skýrum skilaboðum, sem fylgja myndinni. Ég brosi enn, þar sem ég sit og skrifa þessa færslu, og mun ég reyna að finna þessum ramma sérstakan stað á framtíðarheimili mínu. Þessi gjöf er í sjálfu sér lítil og einföld, en hugurinn sem fylgir henni er þannig að ég get ekki annað en brosað hringinn og þakkað mínum sæla fyrir að þekkja svona yndislegt fólk.
Subscribe to:
Posts (Atom)